„Atlaga að þingræðinu“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, seg­ir að ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að taka ekki upp aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið sé at­laga að þing­ræðinu. Það er þingið sem ráði.

Í Sprengisandi á Bylgj­unni fyrr í morg­un sagði hann það svo sem ekk­ert nýtt að nú­ver­andi rík­is­stjórn hunsaði vilja þjóðar­inn­ar. „En að ætla að sniðganga þingið er al­gjör­lega óverj­andi og það kem­ur ekki til greina af hálfu Alþing­is að sitja hjá og líta svo á að þetta sé bara í lagi, eitt­hvað minni­hátt­ar mál,“ sagði Helgi Hrafn.

Hann gagn­rýndi einnig fram­göngu for­seta Alþing­is harðlega, en sem kunn­ugt er hafnaði for­set­inn að halda þing­fund á föstu­dag­inn vegna máls­ins.

„Ég hef margt gott um for­set­ann að segja en hann hef­ur al­gjör­lega brugðist þing­inu í þessu máli,“ sagði Helgi Hrafn og bætti við að stjórn­ar­andstaðan myndi að sjálf­sögðu ræða þetta mál á þing­fund­um í næstu viku, strax á morg­un, mánu­dag. Málið sner­ist ekki leng­ur um Evr­ópu­sam­bandið sem slíkt.

Árétt­ing á stefn­unni

Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, sagði að það hefði verið ljóst frá upp­hafi að bréf Gunn­ars Braga Sveins­son­ar til full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins væri um­deilt og að menn hefðu skipt­ar skoðanir á því. „Ég met það nú þannig að menn séu að hafa uppi ansi mik­il stór­yrði án þess að til­efni sé fyr­ir því. Bréfið fel­ur í sér að það er verið að skerpa og skýra stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ut­an­rík­is­mál­um,“ sagði hann.

Er það mat Birg­is að bréfið hafi ekki gefið til­efni til sam­ráðs inn­an ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sem skylt er sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um. Ekki væri um að ræða stefnu­breyt­ingu, held­ur árétt­ingu á þeirri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem þegar lægi ljós fyr­ir og menn höfðu rætt um. Þess vegna hefði ekki verið skylda til að bera málið fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd, þó svo að ljóst væri að nefnd­in myndi ræða málið vel og ít­ar­lega í næstu viku.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert