„Ekkert valdarán átti sér stað“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að ekk­ert vald­arán hafi átt sér stað þegar hann af­henti full­trú­um Evr­ópu­sam­bands­ins bréf á fundi þar sem seg­ir að rík­is­stjórn Íslands hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný.

Þetta kom fram í viðtali við Gunn­ar Braga í sjón­varpsþætt­in­um Eyj­unni á Stöð 2 fyrr í dag. Gunn­ar Bragi seg­ir að við gerð stjórn­arsátt­mála Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks 2013 hefðu flokk­arn­ir tveir sam­mælst um að viðræðum yrði ekki haldið áfram nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Því hafi stefn­an verið skýr frá fyrsta degi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og seg­ir hann tíma hafa verið kom­inn til að skýra það fyr­ir Evr­ópu­sam­band­inu.

Björn Ingi Hrafns­son, um­sjón­ar­maður Eyj­unn­ar, spurði Gunn­ar Braga út í vinnu­brögðin: hvort ekki hefði verið rétt­ast að fara með aft­ur­köll­un ESB-um­sókn­ar fyr­ir þingið. Gunn­ar sagði það hafa verið reynt fyr­ir ári síðan en að til­laga rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði verið tek­in í gísl­ingu af stjórn­ar­and­stöðunni. Rík­is­stjórn­in taldi því far­sæl­ast að ljúka viðræðum með þeim hætti sem varð þar sem ný til­laga hefði að öll­um lík­ind­um verið tek­in í gísl­ingu af stjórn­ar­and­stöðunni, sagði Gunn­ar Bragi við Björn Inga og bætti við að rík­is­stjórn­in væri ekki bund­in af ákvörðunum fyrri rík­is­stjórn­ar. Mark­miðið hafi verið að klára málið án þess að efna til margra mánaða átaka á þing­inu.

Seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra skipta um skoðun einu sinni á dag

Gest­ir þátt­ar­ins voru einnig þeir Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, og Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. Þor­steinn sakaði Gunn­ar Braga um að skipta um skoðun einu sinni á dag varðandi hvaða áhrif bréfið hefði á fram­hald ESB-um­sókn­ar Íslands. Hann sagði bréfið hafa verið samið á leynifund­um í Brus­sel og að slíkt siðferði gengi ekki á Alþingi, en þar vísaði Þor­steinn til þess sem Gunn­ar sagði um að bréfið hefði verið samið í sam­vinnu við full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá sagði Þor­steinn að þjóðin ætti að fá að kjósa um fram­haldið og að það mætti ekki ger­ast síðar en sam­hliða næstu alþing­is­kosn­ing­um. 

Össur Skarphéðinsson, Björn Ingi Hrafnsson og Þorsteinn Pálsson.
Össur Skarp­héðins­son, Björn Ingi Hrafns­son og Þor­steinn Páls­son. Skjá­skot úr Eyj­unni.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert