Um sjö þúsund manns á Austurvelli

Talið er að um sjö þúsund manns séu komin saman á Austurvelli, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, til að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slíta endanlega aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fólk streymir enn að úr öllum áttum.

Hér má sjá mótmælin úr lofti. 

Yfir fimm þúsund manns höfðu boðað komu sína, en þetta eru önnur mótmælin sem boðuð eru frá því að ákvörðun ríkisstjórnarinnar var gerð opinber seinasta fimmtudag.

Sem kunn­ugt er af­henti Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra full­trú­um sam­bands­ins bréf á fimmtu­dag­inn þar sem seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný.

Á Face­book-síðu mót­mæl­anna seg­ir að með því að slíta end­an­lega viðræðunum við ESB hafi rík­is­stjórn­in „kosið að hunsa vilja þjóðar­inn­ar í einu og öllu. Ákvörðunin er tek­in með sérhags­muni í huga en ekki hags­muni þjóðar­inn­ar.

Rík­is­stjórn­in geng­ur gróf­lega gegn vilja þjóðar­inn­ar í mál­inu, en 82% henn­ar vildi kjósa um það sam­kvæmt skoðana­könn­un og 53.355 skrifuðu und­ir áskor­un þess efn­is.

Mæt­um á Aust­ur­völl á sunnu­dag­inn og send­um rík­is­stjórn­inni sterk skila­boð. Samn­ing­ur við Evr­ópu­sam­bandið er ákvörðun all­ar Íslend­inga í þjóðar­at­kvæðagreiðslu en ekki ein­hliða ákvörðun Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir þar jafn­framt.

Ill­ugi Jök­uls­son rit­höf­und­ur, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi og Guðrún Pét­urs­dótt­ir lífeðlis­fræðing­ur flytja öll ávarp á mót­mæla­fund­in­um. Fundastjóri er Sif Traustadóttir.

Hér má sjá beina út­send­ingu frá Aust­ur­velli úr vef­mynda­vél Mílu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert