Vill kenna hundum að nota strætó

Munu hundar fá að ferðast með strætó innan tíðar?
Munu hundar fá að ferðast með strætó innan tíðar? mbl.is/Ómar Óskarsson

Fari svo að Strætó bs. heimili hundum að ferðast með strætó þurfa hundaeigendur að kunna að verja hunda sína fyrir öðrum farþegum ásamt því að kunna að verja aðra farþega fyrir hundinum. Eigendurnir þurfa að vita hvað hundarnir geta og ekki setja hann í aðstæður sem þeir ráða ekki við.

Þetta segir Heiðrún Klara Johansen, hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur hjá Hundaakademíunni en hún hyggst halda námskeið í tengslum við hunda í strætó síðar í þessum mánuði.

mbl.is fjallaði nýlega um undirskrifasöfnun Andra Kárasonar sem vill taka hundinn sinn með í strætó. Hann hóf söfnunina þann 20. febrúar og hefur nú safnað 4.117 undirskriftum. 

Frétt mbl.is: Kári vill komast í strætó

Eigandinn þekki mörk hundsins

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna hundum að slappa af í áreiti en einnig verður kennsla í merkjamáli. Þá vonast Heiðrún Klara einnig til þess að geta gefið hundunum og eigendum þeirra tækifæri til að æfa sig í strætó. Á námskeiðinu verður áhersla lögð á að æfa hundinn í að sitja rólegur, vera kyrr og sætta sig við að fá enga athygli frá öðrum farþegum.

„Eigandinn þarf að vita hvað hundurinn getur og kann og setja hann þannig ekki í aðstæður sem hann ræður ekki við. Þá þarf eigandinn líka að geta stjórnað fólkinu í kringum sig og vita hvernig hann eigi að bregðast við þegar einhver annar veður í hundinn hans,“ segir Heiðrún Klara.

Reiknar með að allir sitjir kyrrir

Hún gerir ekki ráð fyrir að vandamál komi upp, fái hundar að ferðast með strætó. „Ég reikna með að allir sitji kyrrir. Ég reikna með að allir hunsi hundinn. Þannig á þetta að vera. Aðrir í vagninum eiga ekki að fara að tala við hundinn eða reyna að klappa honum. Hann er bara farþegi eins og allir aðrir, hann þarf sitt persónulega rými,“ segir Heiðrún Klara.

Hún segist aftur á móti gera ráð fyrir að hundar geti orðið stressaðir við að koma í nýtt farartæki sem þetta og eigi erfitt með að slappa af og vilji skoða sig um. „Það er mjög mikilvægt að Íslendingar læri að láta hann bara vera, veita honum ekki sérstaka athygli. Hann er farþegi eins og allir aðrir og á að fá að vera í friði. Þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál.“

Vill ekki að námskeið verði skilyrði fyrir fari

Rætt hefur verið um ýmis skilyrði sem hundurinn og eigandi hans ættu ef til vill að uppfylla til að mega ferðast saman í strætó. Meðal annars hefur verið nefndur sá möguleiki að þeir sæki námskeið og þá megi hundurinn vera farþegi.

„Mér finnst það ekki sniðugt. Hvolparnir þurfa að fara strax á meðal þeir eru að venjast og þá verður þetta ekkert mál. Ef þú þarft að bíða eftir því að hann klári námskeið þá er hann orðinn kynþroska, stór og spenntur og þá missum við af þessum tíma þar sem þeir eru opnir fyrir öllu nýju,“ segir Heiðrún Klara.

Hún bendir aftur á móti á að ef til vill væri hægt að útbúa svokallaða strætópassa fyrir hundinn en eigandi fengi ekki slíkan passa fyrir hundinn nema dýrið sé skráð hjá viðeigendi sveitarfélagi. Þá leggur hún einnig til að bílstjóri hafi heimild til að vísa hundi og eiganda hans úr vagninum ef hundurinn er til vandræða eða hleypa hundinum ekki inn ef of margir eru í bílnum.

Heimasíða Hundaakademíunnar

Frétt mbl.is: Kári vill komast í strætó

Má ég koma með í stóra, gula bílinn?
Má ég koma með í stóra, gula bílinn? Árni Sæberg
Heiðrún Klára Johansen segir mikilvægt að eigendur þekki mörk hunda …
Heiðrún Klára Johansen segir mikilvægt að eigendur þekki mörk hunda sinna. Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka