Málið dauðadæmt án pólitísks vilja

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er ekki hægt að eiga í efn­is­leg­um viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið ef hug­ur fylg­ir ekki máli. Hafi menn ekki þing­meiri­hluta traust­an að baki sér, hafi menn ekki ráðherra í ráðherra­stól­um sem ætla að vinna að fram­gangi máls­ins þá er þetta fyr­ir­fram dauðadæmt.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á Alþingi í dag í umræðum um yf­ir­lýs­ingu for­seta þings­ins um stöðu þess í ljósi ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að Evr­ópu­sam­band­inu. Bjarni sagði þetta vera lær­dóm­inn af síðasta kjör­tíma­bili og vísaði til þess að þáver­andi stjórn hafi verið klof­in í af­stöðu sinni til inn­göngu í sam­bandið. Sú stjórn hefði að lok­um stöðvað viðræðurn­ar í janú­ar 2013.

„Nú höf­um við rík­is­stjórn þar sem eng­inn ráðherra styður aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Við höf­um flokka í rík­is­stjórn með meiri­hluta hér á þingi sem hvor­ug­ur stefn­ir að inn­göngu í Evr­ópusma­bandið. Samt láta þeir sem stóðu að mál­inu hér á síðasta kjör­tíma­bili eins og það sé bara sjálfsagt og eðli­legt að krefjast þess af rík­is­stjórn­inni sem nú sit­ur að hún vinni að inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir Ísland,“ sagði Bjarni enn­frem­ur.

Þetta væri ótrú­leg­ur mál­flutn­ing­ur hjá stjórn­ar­and­stöðunni og hann sagðist vita að menn töluðu þar gegn betri vit­und. Bjarni sagði viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið í raun ekki hafa skilað neinu nema því að samið hafi verið aft­ur um EES-samn­ing­inn. Hvað þjóðar­at­kvæðagreiðslur varðaði sagðist hann aldrei hafa í eitt skipti fyr­ir öll úti­lokað slík­ar at­kvæðagreiðslur í tengsl­um við Evr­ópu­mál­in.

„Það eina sem ég hef bent á er að það er al­ger­lega óraun­hæft að ætl­ast til þess að rík­is­stjórn sem hygg­ur ekki á inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið taki að sér að leiða slík­ar aðlög­un­ar­viðræður. Það er ekki raun­hæft,“ sagði Bjarni. Málið væri í full­kom­lega eðli­leg­um far­vegi í sam­ræmi við niður­stöður síðustu kosn­ing­ar, stefnu stjórn­ar­flokk­anna, stjórn­arsátt­mál­ann og yf­ir­lýs­ing­ar sem gefn­ar hafi verið frá því að rík­is­stjórn­in hafi verið mynduð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert