„Fólk ætlar að vera með læti“

Lögreglumenn setja upp lokanir.
Lögreglumenn setja upp lokanir. mbl.is/Golli

Lög­regluþjón­ar setja nú upp lok­an­ir við Kirkju­stræti fyr­ir fram­an Alþing­is­húsið vegna mót­mæla sem munu fara þar fram klukk­an 17 í dag.

Rúm­lega 1.600 manns hafa boðað komu sína, en þetta er í þriðja sinn á síðustu fjór­um dög­um sem fólk kem­ur sam­an til að mót­mæla ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að slíta end­an­lega aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið.

Sem kunn­ugt er af­henti Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, full­trú­um sam­bands­ins bréf á fimmtu­dag­inn þar sem seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi samþykkt að hún hygg­ist ekki taka upp aðild­ar­viðræður við ESB á ný.

Arn­ar Rún­ar Marteins­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir um lág­marks­lok­an­ir að ræða, þar sem ekki sé von á miklu fólki. „Við setj­um engu að síður upp lok­an­ir þar sem það er ekki dag­skrá á mót­mæla­fund­in­um eins og í gær, og það er þing­fund­ur á Alþingi í dag sem var ekki í gær,“ seg­ir hann, en eins og mbl.is greindi frá komu um sjö þúsund manns sam­an á Aust­ur­velli í gær til að mót­mæla.

Arn­ar seg­ir lög­reglu bú­ast við því að mót­mæl­in í dag verði ann­ars eðlis en í gær, þar sem ann­ar hóp­ur standi fyr­ir þeim og hygg­ist fólk „mæta með búsáhöld og tromm­ur og vera með læti. Mót­mæl­end­urn­ir eru ánægðir með það að við skul­um setja upp grind­urn­ar og verða fúl­ir ef við kom­um ekki með þær því þetta eru ágæt­is hávaðaverk­færi,“ seg­ir hann. 

Loks seg­ist hann ekki vita til þess að boðuð hafi verið önn­ur mót­mæli, en lög­regla muni fylgj­ast vel með og taka af­stöðu til lok­ana þegar að því kem­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert