Töldu tillöguna heldur ekki bindandi

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin er ekki bundin af þingsályktunartillögu Alþingis frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Bjarni rifjaði upp að forveri Katrínar, Steingrímur J. Sigfússon, hefði sagt í ræðustól Alþingis þegar þingsályktunartillagan var samþykkt að hann áskildi sér rétt til þess slíta viðræðunum við Evrópusambandið hvenær sem er og bætt því við að það ætti þingið að gera líka. Þannig hafi þeir sem staðið hefðu að þingsályktunartillögunni ekki talið sig sjálfa bundna af henni.

Bjarni spurði hvort einhver teldi að verið væri að taka ákvörðun sem gengi gegn vilja meirihluta Alþingis. Ef svo væri gæti þingið lagt fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert