Hópur mótmælenda á Austurvelli er farinn að þynnast en lögregla giska á að um þrjú hundruð manns hafi mótmælt þar þegar mest var. Allt fór friðsamlega fram en fólkið var þar saman komið til þess að mótmæla framgöngu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálunum.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru enn einhverjar mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið þar sem þingmenn ræða um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.
Börðu og spörkuðu mótmælendur meðal annars í öryggisgrindur sem lögregla kom upp í kringum húsið til að koma skilaboðum sínum á framfæri við fulltrúa ríkisstjórnarinnar.