Engar nýjar upplýsingar á fundinum

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. mbl.is/Golli

„Ég met það nú ekki svo að það hafi komið fram nein­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar, sem ekki hafa komið fram í op­in­berri umræðu áður,“ seg­ir Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is. Nefnd­in fundaði í morg­un með Gunn­ari Braga Sveins­syni, ut­an­rík­is­ráðherra, sem gerði grein fyr­ir bréfi sínu til full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og efni þess. 

„Nefnd­ar­menn höfðu marg­ir hverj­ir spurn­ing­ar og at­huga­semd­ir við það,“ seg­ir Birg­ir. Hann seg­ir að ut­an­rík­is­ráðherra hafi sagt, eins og hann hef­ur gert áður, að það væri mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ferl­inu sem hófst árið 2009 væri lokið.

Eng­ar ákv­arðanir voru tekn­ar á fund­in­um og seg­ir Birg­ir að það hafi ekki legið fyr­ir fund­in­um að taka nein­ar ákv­arðanir um málið. „Það hafa eng­ar ákv­arðanir verið tekn­ar, enda er ekki fyr­ir hendi neitt þing­mál sem nefnd­in þarf að taka af­stöðu til. Ég dreg hins veg­ar ekki í efa að nefnd­ar­menn munu hafa áhuga á því að ræða þessi mál áfram,“ seg­ir Birg­ir og bæt­ir við að það geti komið til þess að nefnd­in eigi aft­ur fund með ut­an­rík­is­ráðherra um þessi mál síðar.

„Aðild­ar­viðræðum er form­lega lokið“

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata og áheyrn­ar­full­trúi í ut­an­rík­is­mála­nefnd, greindi frá því á Face­book-síðu sinni í morg­un að Gunn­ar Bragi Sveins­son hefði lýst því yfir á fund­in­um að aðild­ar­viðræðum væri form­lega lokið og að búið sé að núllstilla ferlið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert