Framleiða mat til förgunar

Matarsóun kostar neytendur háar fjárhæðir á hverju ári.
Matarsóun kostar neytendur háar fjárhæðir á hverju ári. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slæm birgðastýring skýrir að hluta hvers vegna íslenskar dagvöruverslanir skila árlega matvælum fyrir hundruð milljóna sem síðan er hent.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir skilarétt verslana til birgja stóran hluta skýringarinnar. Sá réttur dragi úr hvata til birgðastýringar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir vöruskil kosta SS um 100 milljónir á ári. Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, segir kröfur um mikið framboð tilboðsvara hafa leitt til þess að matvörum sé hent. Förgun neysluhæfra matvæla kosti fyrirtækið fé og fyrirhöfn.

 Spurning um afsláttarhorn í verslunum

Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, segir „að sóun matvæla sé of mikil á Íslandi sem og í mörgum vestrænum ríkjum“.

Fyrirtæki hans hendi um 20-25 tonnum af kjöti á ári en það jafngildir til dæmis allt að 40 þúsund 600 gramma skinkupakkningum.

„Ég velti því fyrir mér hvort það væri skynsamlegt að hafa afsláttarhorn í verslunum með vörum á miklum afslætti sem eru að renna út. Þá væri hægt að selja vörurnar í stað þess að farga þeim. Í flestum tilvikum eru þetta fínustu matvæli. Vörurnar koma aftur til okkar og við þurfum að farga þeim. Það fylgir þessu auk þess mikill kostnaður og vinna fyrir mitt starfsfólk,“ segir Eiður og bendir á að allir þurfa að líta sér nær; ræktendur, framleiðendur, verslanir og neytendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert