Geta ekki tekið bréfið alvarlega

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Ríkisstjórn Íslands sýndi það í verki að það þyrfti aðra þingsályktun til þess að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þar sem ríkisstjórnin lagði fram tillögu þess efnis fyrr á kjörtímabilinu. Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, á þingfundi í dag en á fundinum voru Evrópumál til umræðu.

Hann sagði alveg ljóst að ríkisstjórnin hefði skrifað bréfið án umboðs Alþingis og að ríkisstjórnin hefði afhent fulltrúum Evrópusambandsins bréfið með þá von að sambandið tæki ríkisstjórnina á orðinu. Hann sagði bréfið vera byggt á vanheimildum gagnvart Alþingi og því geti stofnanir Evrópusambandsins ekki tekið það alvarlega þar sem stofnanir sambandsins þyrftu þá að brjóta sína stefnu er varðar að virða þingræði í aðildarríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert