Hagnaður Faxaflóahafna nam 644,4 milljónum króna á síðasta ári og er það tæplega 57 milljónum betri niðurstaða en árið 2013.
Tekjur voru 220,9 milljónir umfram áætlun en rekstrarútgjöld voru 56,2 milljónum undir áætluðum útgjöldum. Faxaflóahafnir greiða eigendum sínum 173 milljónir í arð, samkvæmt upplýsingum Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra.
Reykjavíkurborg, á rúmlega 75% í Faxaflóahöfnum, en sveitarfélögin norðan Hvalfjarðar tæplega 25%, þ.e. Akranes, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.