Flugtími til áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands styttist um fimm mínútur hver leggur með vélum af gerðinni Bombardier Q400 en félagið fær þrjár slíkar í flotann innan tíðar.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að nú opnist möguleikar á flugi til fleiri áfangastaða.
Í dag starfi FÍ á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi en horft sé til nýrra átta, að því er fram kemur í umfjöllun um nýjan flugflota FÍ í Morgunblaðinu í dag.