„Sófinn kom bókstaflega í loftköstum yfir bílinn“

Binda þurfti niður strætóskýli og sófasett fuku í óveðrinu.
Binda þurfti niður strætóskýli og sófasett fuku í óveðrinu. mbl.is/Golli

Trú­lega og ótrú­leg­ar sög­ur ber­ast af hremm­ing­um fólks í óveðrinu á laug­ar­dag­inn.

Snemma morg­uns meðan veðrið var í al­gleym­ingi átti ónefnd­ur tré­smiður leið niður Grens­ás­veg­inn, sem væri vart í frá­sög­ur fær­andi þar sem maður­inn hef­ur tengst Smá­í­búðahverf­inu í 60 ár. Hressi­lega tók í bíl hans og sem bet­ur fer voru fáir á ferli. Skyndi­lega sá hann eitt­hvert ferlíki steyp­ast á göt­una um tíu metr­um fram­an við bíl­inn.

„Þarna var þá kom­inn þriggja sæti sófi, sem skall harka­lega í mal­bik­inu og tók sig síðan upp aft­ur og endaði ferð sína í næsta húsag­arði,“ seg­ir maður­inn. „Sóf­inn kom bók­staf­lega í loft­köst­um yfir bíl­inn áður en hann brot­lenti. Trú­lega hef­ur sóf­inn fokið úr garði eða af svöl­um áður en hann fór fram úr mér, en til allr­ar ham­ingju var eng­inn um borð.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert