Trúlega og ótrúlegar sögur berast af hremmingum fólks í óveðrinu á laugardaginn.
Snemma morguns meðan veðrið var í algleymingi átti ónefndur trésmiður leið niður Grensásveginn, sem væri vart í frásögur færandi þar sem maðurinn hefur tengst Smáíbúðahverfinu í 60 ár. Hressilega tók í bíl hans og sem betur fer voru fáir á ferli. Skyndilega sá hann eitthvert ferlíki steypast á götuna um tíu metrum framan við bílinn.
„Þarna var þá kominn þriggja sæti sófi, sem skall harkalega í malbikinu og tók sig síðan upp aftur og endaði ferð sína í næsta húsagarði,“ segir maðurinn. „Sófinn kom bókstaflega í loftköstum yfir bílinn áður en hann brotlenti. Trúlega hefur sófinn fokið úr garði eða af svölum áður en hann fór fram úr mér, en til allrar hamingju var enginn um borð.“