Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lagt til nýja nálgun við gerð kjarasamninga. Grunnlaun verði hækkuð en álag vegna yfirvinnu og vaktavinnu lækkað auk þess sem dagvinnutími verði gerður sveigjanlegri en nú.
„Við höfum áhuga á að setjast yfir það að kortleggja þetta og bera þetta saman við nágrannalönd okkar, þótt það gerist ekki í þessari samningalotu. Það getur vel verið að það séu einhverjar leiðir færar í því að fara í svona skipti,“ segiri Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), um hugmyndir SA, í Morgunblaðinu í dag.
Hann taldi að þetta gæti orðið flóknara í framkvæmd en það hljómar hjá SA. Gylfi benti á að ákvæði um yfirvinnu og vaktaálag væri að finna í nær öllum kjarasamningum í landinu, ekki einungis í samningum ASÍ.