Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ríkisstjórnina hafa viljað nálgast Evrópumálin „í rólegheitum“ eftir að hún komst til valda árið 2013.
Einnig hafi verið horft til afdrifa þingsályktunartillögu um afturköllun ESB-umsóknar. Það hafi verið hans tillaga að hefja viðræður við fulltrúa ESB fyrir nokkrum vikum, að því er fram kemur í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.
Morgunblaðið ræddi við stækkunardeild ESB og fulltrúa Letta sem nú fara með formennsku í ESB. Kom fram í þeim samtölum að efni umrædds bréfs hefði ekki verið rætt fyrirfram.