Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þegar mót­tak­andi bréfs skil­ur hvorki upp né niður í því og þegar send­and­inn sjálf­ur veit ekki hvað í því stend­ur þá er löngu tíma­bært að draga bréfið til baka,“ sagði Helgi Hjörv­ar, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi í dag um bréf Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra til Evr­ópu­sam­bands­ins í síðustu viku þar sem óskað var eft­ir því að Ísland yrði ekki leng­ur skil­greint sem um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu.

„Það er bein­lín­is pín­legt að fylgj­ast með því hversu marg­saga for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa verið um efn­is­inni­hald í bréfi frá æstráðanda okk­ar í ut­an­rík­is­mál­um um stærsta hags­muna­mál okk­ar í ut­an­rík­is­mál­um. Og það er neyðarlegt fyr­ir okk­ur að heyra það síðan frá helstu sam­starfs­ríkj­um okk­ar, frá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um, að þau átta sig bara ekk­ert á því hvert verið er að fara og biðjast und­an því að þurfa að skipta sér af ís­lensk­um inn­an­rík­is­mál­um,“ sagði Helgi enn­frem­ur.

Fyr­ir vikið væri Evr­ópu­sam­band­inu ekki í aðstöðu til þess að svara því hver staða Íslands væri, hvort um­sókn­in að sam­band­inu væri enn í gildi og hvort hægt væri að halda henni áfram. 

Sjá þings­álykt­un­ar­til­lög­una í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert