Móttakandinn skilur ekkert í bréfinu

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þegar móttakandi bréfs skilur hvorki upp né niður í því og þegar sendandinn sjálfur veit ekki hvað í því stendur þá er löngu tímabært að draga bréfið til baka,“ sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að Ísland yrði ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki að sambandinu.

„Það er beinlínis pínlegt að fylgjast með því hversu margsaga forystumenn stjórnarflokkanna hafa verið um efnisinnihald í bréfi frá æstráðanda okkar í utanríkismálum um stærsta hagsmunamál okkar í utanríkismálum. Og það er neyðarlegt fyrir okkur að heyra það síðan frá helstu samstarfsríkjum okkar, frá Evrópusambandsríkjunum, að þau átta sig bara ekkert á því hvert verið er að fara og biðjast undan því að þurfa að skipta sér af íslenskum innanríkismálum,“ sagði Helgi ennfremur.

Fyrir vikið væri Evrópusambandinu ekki í aðstöðu til þess að svara því hver staða Íslands væri, hvort umsóknin að sambandinu væri enn í gildi og hvort hægt væri að halda henni áfram. 

Sjá þingsályktunartillöguna í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert