„Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem mundu koma okkur fram á við. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag þar sem hann lagði til að þrennt yrði gert til þess að minnka vantraust í garð þingsins.
Fyrir það fyrsta að ráðherrar væru ekki þingmenn, ákveðið hlutfall þjóðarinnar gæti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslur og að þriðjungur þingmanna gæti það sama „þegar okkur tekst ekki að haga okkur eins og fullorðið fólk á þessum vinnustað.“
Einar K. Guðfinnsson gerði athugasem við orðfæri Helga og sagði: „Forseti biður þingmanninn að gæta orða sinna. Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð.“ Helgi svaraði úr salnum: „Það er rétt.“