„Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

„Þetta eru hóg­vær­ar, ódýr­ar og ein­fald­ar lausn­ir sem mundu koma okk­ur fram á við. Þá get­um við kannski hætt þess­um and­skot­ans sand­kassa­leik,“ sagði Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag þar sem hann lagði til að þrennt yrði gert til þess að minnka van­traust í garð þings­ins.

Fyr­ir það fyrsta að ráðherr­ar væru ekki þing­menn, ákveðið hlut­fall þjóðar­inn­ar gæti farið fram á þjóðar­at­kvæðagreiðslur og að þriðjung­ur þing­manna gæti það sama „þegar okk­ur tekst ekki að haga okk­ur eins og full­orðið fólk á þess­um vinnustað.

Ein­ar K. Guðfinns­son gerði at­huga­sem við orðfæri Helga og sagði: „For­seti biður þing­mann­inn að gæta orða sinna. Þingmaður lét falla hér óviðeig­andi orð.“ Helgi svaraði úr saln­um: „Það er rétt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert