Veðrið kemur í veg fyrir hreinsun

Stofnanir hafa lagt sitt af mörkum við þrif eins og …
Stofnanir hafa lagt sitt af mörkum við þrif eins og Orkuveitan og Strætó. Heildarkostnaður við hreinsun veggjakrots í borginni er því hærri. mbl.is/Kristinn

Gest­ir og íbú­ar miðbæj­ar Reykja­vík­ur hafa orðið var­ir við tölu­verða aukn­ingu veggjakrots. Yf­ir­leitt er þetta frek­ar ljótt krot eða krass og eng­in prýði, hvorki fyr­ir hús­eig­anda né þann sem fram­kvæmdi gjörn­ing­inn.

Íbúar og eig­end­ur hús­næðis í Reykja­vík hafa lengi bar­ist við þá sem krota á eign­ir þeirra ein­hverja stafi eða önn­ur merki.

„Til að fá þetta staðfest þurf­um við að skrá veggjakrot. Það hef­ur ekki verið gert síðan 2012. Al­mennt er staðan hins veg­ar sú að það lít­ur út fyr­ir að það sé aukn­ing – alla­vega í miðborg­inni,“ seg­ir Guðmund­ur Vign­ir Óskars­son, verk­efna­stjóri á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

„Hluti af ástæðunni er að þegar veðurfar er búið að vera eins og það hef­ur verið þá er minna um hreins­un vegna þess að það er erfitt að at­hafna sig.“

Veðrið set­ur strik í reikn­ing­inn

Veðrið hef­ur verið vont lengi og í raun þannig að starfs­menn borg­ar­inn­ar hafa ekki geta at­hafnað sig við hreins­un. „Við höf­um ekki náð að halda úti hreins­un borg­ar­inn­ar af sama krafti vegna veðurs, því miður.“

Guðmund­ur seg­ir að vegna sér­stöðu miðborg­ar­inn­ar sé henni sinnt sér­stak­lega og passað að hún sé ekki upp­full af kroti og tákn­um.

„Við hjá borg­inni erum alltaf að reyna að halda miðborg­inni í góðum gír út af sér­stöðu henn­ar. Það er góð stefna að reyna að halda miðborg­inni í lagi hvað þetta varðar og það er eins þar og víða um land að veðurfarið hef­ur verið þannig að það hef­ur ekki verið hægt að halda uppi því góða starfi sem hef­ur verið unnið alla jafna.

Þá blas­ir þetta krot við fólki.“

Hann bend­ir á að Ísland sé ekki ey­land hvað varðar krot og krass á veggi. „Þetta er alþjóðlegt vanda­mál. Þessi skaðvald­ur, þegar verið er að krota á eign­ir annarra.“

Mun­ur á kroti og list

Reykja­vík­ur­borg ger­ir skýr­an grein­ar­mun á veggjakroti (e. tag) og veggl­ist (e. graffiti). Veggjakrot er al­farið bannað í Reykja­vík. Borg­in hef­ur staðið fyr­ir mál­un vegg­mynda í tengsl­um við listviðburði og í ein­stök­um til­fell­um veitt heim­ild fyr­ir slík­um mynd­um og má sjá víða vel heppnaðar vegg­mynd­ir.

Hluti af átaks­verk­efn­inu „Hrein borg“ árið 2008 var að varpa ljósi á um­fang veggjakrots í Reykja­vík og var það skráð og myndað með skipu­lögðum hætti. Var það í fyrsta skipti sem veggjakrot hef­ur verið kort­lagt með heild­stæðum hætti.

Niðurstaðan var slá­andi, en alls voru tald­ir 42 þúsund fer­metr­ar af veggjakroti enda eyddi borg­in 159 millj­ón­um í þrif á krot­inu það árið til að snúa við öfugþró­un­inni. Í skrán­ingu veggja­kots árið 2012 var krotið komið niður í 16.000 fer­metra. Árið 2013 var kostnaður­inn kom­inn niður í 15 millj­ón­ir en alls hef­ur borg­in kostað til 431 millj­ón í þrif á krotuðum veggj­um síðan árið 2007.

Peningar eru til í borginni til að sinna þrifum á …
Pen­ing­ar eru til í borg­inni til að sinna þrif­um á krotuðum fer­metr­um og verður farið af stað um leið og veður leyf­ir. mbl.is/​Krist­inn
Krotuðum fermetrum hafði fækkað niður í 16 þúsund árið 2012 …
Krotuðum fer­metr­um hafði fækkað niður í 16 þúsund árið 2012 frá 42 þúsund fer­metr­um sem tald­ir voru 2008. Kostnaður­inn er mik­ill en borg­in eyddi 15 millj­ón­um í þrif árið 2013. Kostnaður fyr­ir árið 2014 ligg­ur ekki fyr­ir. mbl.is/​Krist­inn
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert