Býður sig fram gegn Árna Páli

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns flokksins á landsfundi hans um helgina. Hún fer þar með gegn Árna Páli Árnasyni, núverandi formanni.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Sigríður Ingibjörg hefur setið á Alþingi frá árinu 2009. Hún er fædd í Reykjavík 29. maí 1968 og lauk stúdentsprófi frá MR 1987, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1992 og meistaraprófi í viðskipta- og hagfræði frá Uppsalaháskóla 2002.

Árni Páll Árnason hefur verið formaður Samfylkingarinnar frá því á landsfundi flokksins 2013 og tók hann þá við af Jóhönnu Sigurðardóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka