Ekki boðið á OECD-fund

Stóra upplestrarkeppnin stendur nú sem hæst. Stúlkur voru sigursælar á …
Stóra upplestrarkeppnin stendur nú sem hæst. Stúlkur voru sigursælar á lokahátíð keppninnar í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum sem haldin var í Ráðhúsinu þriðjudaginn 17. mars. mbl.is/Golli

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að ástæða þess að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í ráðstefnu OECD, svonefndri ISTP-ráðstefnu, sé sú hvað staða grunnskólanema hér á landi í læsi sé slök.

Á ráðstefnunni er þeim löndum boðin þátttaka sem þykja skara fram úr hvað varðar lestrarkunnáttu nemenda eða hafa bætt sig mjög mikið. Íslandi hefur verið boðið á ráðstefnuna þar til nú í ár.

Í samtali í Morgunblaðinu í dag boðar Illugi mikið átak til fimm ára, í samvinnu við sveitarfélög og grunnskóla landsins, þar sem lagt verði til atlögu gegn ólæsi. Hann segir að á næstu vikum muni hann kynna niðurstöður úr vinnu sem unnin hefur verið á grundvelli hvítbókarinnar, sem hann lagði fram síðastliðið sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert