„Eldri borgarar settir á gaddinn“

Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi.
Guðrún Einarsdóttir, ellilífeyrisþegi. mbl.is/Styrmir Kári

„Maður er búin að vera að standa sig í öll þessi ár, þrátt fyr­ir upp­skurði, ör­orku og fleira og alltaf tek­ist að rísa upp. En nú bara get ég þetta ekki leng­ur,“ seg­ir hin 82ja ára Guðrún Ein­ars­dótt­ir elli­líf­eyr­isþegi sem greindi frá stöðu aldraðra á blaðamanna­fundi á heim­ili sínu í dag. 

Guðrún varð ör­yrki árið 1987 eft­ir fjölda upp­skurða, meðal ann­ars á baki og hnjám. „Það þurfti að skipta um mjöðm og hné, og nú er hitt hnéð farið að gefa sig líka.“ Hún var lögð inn á spít­ala í fyrra, og að spít­ala­dvöl henn­ar lok­inni var hún send á hjúkr­un­ar­heim­ilið að Víf­ils­stöðum í Garðabæ þar sem fólk er sent sem bíður eft­ir var­an­legri dvöl á hjúkr­un­ar­heim­ili.

Áður en Guðrún var lögð inn á spít­ala var hún með 176.884 kr. á mánuði í elli­líf­eyris­tekj­ur. Fyrr í þess­um mánuði barst henni bréf þar sem kom fram að þar sem hún hafði dval­ist í meira en sex mánuði á stofn­un ætti hún ekki rétt á líf­eyri. Þess í stað fær hún vasa­pen­inga að upp­hæð 53.354 kr á mánuði. Af­gang­ur­inn fer í vist­gjaldið á hjúkr­un­ar­heim­il­inu. 

„Þess­ar 53 þúsund krón­ur duga ekki í neitt, ég get ekki einu sinni ferðast með strætó. Ég gefst bara upp,“ seg­ir Guðrún og er ósátt með stjórn­völd. „Við ólum þessa kyn­slóð upp og nú eru það afar þeirra og ömmu sem þeir setja á gadd­inn. Örork­an mín virðist ekki hafa neitt að segja, að þeirra mati er ég bara læknuð.“

Guðrún vís­ar í mánaðarleg út­gjöld henn­ar og seg­ir að reikn­is­dæmið gangi ein­fald­lega ekki upp. 

Hún seg­ist ekki ánægð með bar­áttu Lands­sam­bands eldri borg­ara. Hún hafi því ásamt fleir­um fyr­ir nokkr­um árum stofnað aðgerðar­hóp aldraðra og reynt að tala við stjórn­völd, en að það hafi að lok­um ekki skilað neinu. 

Hækk­an­ir hafa ekki skilað sér

Hún seg­ir einnig að þær hækk­an­ir sem hafa orðið á líf­eyr­is­greiðslum und­an­far­in ár hafi ekki skilað sér til líf­eyr­isþega. „Ára­mót­in 2012/​2013 voru greiðslur frá TR hækkaðar um 4,9% líkt og á al­menn­um markaði. Hins veg­ar voru umönn­un­ar­bæt­urn­ar tekn­ar í burtu. Ára­mót­in 2013/​2014 var al­menn launa­hækk­un 2,8% hjá launþegum lands­ins og greiðslur frá TR sömu­leiðis. Hins veg­ar var upp­bót lyfja­kostnaðar lækkuð úr 10.055 kr í 1.820 kr. Hvernig er ætl­ast til þess að við höld­um lífi?“

mbl.is/​Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert