Samþykktu að þrengja Grensásveg

Tillaga um breytingu á Grensásvegi við Heiðargerði.
Tillaga um breytingu á Grensásvegi við Heiðargerði. mynd/Reykjavíkurborg

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær framkvæmdaáætlun vegna Háaleitisbrautar og Grensásvegar með fjórum atkvæðum Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina.

Fulltrúar minnihlutans hafa lýst yfir óánægju sinni með samþykktina en í bókun þeirra segir meðal annars að með henni hafi verið „ákveðið að setja hundruð milljóna af peningum borgarbúa í óþarfa þrengingar gatna“.

Áætlunin snýr að því að skapa betri aðstæður fyrir gangandi og hjólandi og auka umferðaröryggi, að því er segir í tilkynningu frá borginni, og er gert ráð fyrir að akreinum verði fækkað úr fjórum í tvær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert