Mbl.is hyggst bjóða upp á beina útsendingu frá sólmyrkvanum í fyrramálið eins og hann sést í sólarsjónauka ef aðstæður leyfa. Beina útsendingin verður í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness.
Óhætt er að segja að sólmyrkvinn á morgun hafi vaklið mikla athygli og er beina útsendingin framlag mbl.is til þess að svala þeim áhuga.
Veðurhorfur í fyrramálið eru nokkuð góðar og má gera ráð fyrir ágætis veðri. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrum á sekúndu. Snjókoma eða él verða í fyrstu á norðaustanverðu landinu en annars bjart með köflum. Hiti verður 0-8 stig að deginum.
Frétt mbl.is: Bjart útlit fyrir sólmyrkvasýn