Vill ekki verða forsætisráðherra

„Mig langar ekkert einu sinni að verða forsætisráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, þegar hún er spurð að því hvað yrði hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra. Hún segist jafnframt ekki geta hugsað sér að vinna með núverandi stjórnarflokkum komist Píratar til valda.

Flokkurinn mælist nú stærsti stjórnmálaflokkur landsins og mbl.is ræddi við Birgittu í dag af því tilefni. Hún segir fylgisaukningu flokksins endurspegla að almenningur hafi misst trú á hefðbundnum stjórnmálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert