Á rúntinum í 16 ár

Steingrímur Dúi Másson.
Steingrímur Dúi Másson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Steingrímur Dúi Másson vinnur nú að því að klára þáttaröðina Rúntinn, sem fjallar eins og nafnið gefur til kynna um rúntinn í tíu bæjum og þorpum á Íslandi. 

Steingrímur Dúi lagði land undir fót sumarið 1999 ásamt Bjarka Kaikumo hljóðmanni og Ísold Uggadóttur aðstoðarleikstjóra. Þau leigðu amerískan húsbíl og heimsóttu Akranes, Akureyri, Blönduós, Egilsstaði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði, Ísafjörð, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjar. Viðar H. Gíslason tónlistarmaður og Ólafur Jónsson arkitektanemi voru ráðnir sem leikarar og umsjónarmenn myndarinnar.

„Ég hef lengi haft áhuga á grasrótarmenningu, hún hefur alltaf heillað mig, illgresið, sem getur verið fallegt líka,“ segir leikstjórinn og útskýrir að Rúnturinn sé mikilvæg og hreinskilnisleg heimild um jaðarmenningu í íslensku samfélagi. „Að mörgu leyti er þetta frekar ljót menning, sjoppumenning með majónessamlokum og áfengisneyslu, en svo er eitthvað mjög fallegt við hana líka, eitthvað séríslenskt.“

Steingrímur Dúi ræðir örlög rúntsins og fleira í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Hægt er að skoða hráar klippur úr fyrsta þætti Rúntsins á Karolina Fund en þar stendur nú yfir söfnun til að hægt sé að klára verkefnið.

mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert