Dæli krónum inn á reikning Landsbjargar

Jón ÓLafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri …
Jón ÓLafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Í ljósi þess álags sem verið hefur á björgunarsveitir undanfarna daga og vikur ætlar Olís að láta 5 krónur af hverjum keyptum bensínlítra hjá Olís og ÓB í dag renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Í tilkynningu er haft eftir Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís, að mikið hafi mætt á sjálfboðaliðum Landsbjargar undanfarnar vikur og mánuði vegna aftakaveðurs og hefðbundinna björgunarstarfa á hálendinu. Hvetur hann landsmenn til að dæla krónum inn á reikning þeirra um leið og dælt er á bílinn í dag. 

Haft er eftir Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Landsbjargar, að stuðningur Olís hafi verið Landsbjörgu afar mikilvægur og skipti öflugur stuðningur fyrirtækja og almennings sköpum varðandi leit og björgun á Íslandi. 

Fyrirtækið hefur einnig boðið upp á sérstaka neyðaraðstoð og er tilbúið að opna afgreiðslustöðvar sínar að kvöld- og næturlagi ef björgunaraðgerðir eru í gangi til að björgunarsveitir hafi aðgang að eldsneyti og öðrum búnaði á öllum tímum sólarhringsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert