Gleraugun munu nýtast við kennslu

Börn í Breiðholtsskóla fylgjust spennt með sólmyrkvanum í morgun.
Börn í Breiðholtsskóla fylgjust spennt með sólmyrkvanum í morgun. mbl.is/Júlíus

Guðrún Guðmunds­dótt­ir, aðstoðarskóla­stjóri Selja­skóla, seg­ir að ákveðið hafi verið að nem­end­ur fengju ekki að halda eft­ir sól­myrkv­agler­aug­un­um sem skól­inn fékk að gjöf frá Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagi Seltjarn­ar­ness.

Hún seg­ir sól­myrkv­agler­aug­un hafa verið gjöf Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags­ins til skól­ans og var það mat skóla­stjórn­enda að gler­aug­un geti komið að góðum not­um við kennslu í framtíðinni.

Frétt mbl.is: Reyk­vísk börn fá líka gler­augu

Ákvörðunin var ekki tek­in í sam­ráði við Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagið, seg­ir Guðrún þar sem litið hafi verið á sól­myrkv­agler­aug­un sem gjöf til skól­anna og því væri það skól­un­um í sjálf­vald sett hvernig þeir kysu að ráðstafa gjöf­inni. „Þetta er það gott kennslu­tæki að við töld­um það betra að eiga þetta hér í skól­an­um. Það er heil­mik­ill kostnaður í þess­um búnaði og við töld­um að fyr­ir okk­ar nem­end­ur væri þetta best,“ seg­ir Guðrún. 

Um 600 nem­end­ur eru í Selja­skóla og fóru þeir all­ir í fylgd starfs­manna í morg­un að fylgj­ast með sól­myrkv­an­um. Yngstu börn­in höfðu tak­markaðan skiln­ing á því hvað um var að vera en hún seg­ir þetta hafa tek­ist mjög vel.

„All­ir fóru út og voru í um­sjón starfs­manna á meðan á þessu stóð. Þetta var vel und­ir­búið, það var farið yfir mik­il­vægi þess að horfa ekki í sól­ina án gler­augna og það gekk mjög vel,“ seg­ir Guðrún en nem­end­ur skól­ans fengu fræðslu um af­hverju sól­myrkvi gerðist, áður en haldið var út að fylgj­ast með sól­myrkv­an­um með ber­um aug­um, að vísu í gegn­um sól­myrkv­agler­aug­un.

Gjöf til krakk­anna en ekki til skól­anna

Sæv­ar Helgi Braga­son, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness, sagði í sam­tali við RÚV fyrr í dag að sól­myrkv­agler­aug­un væru gjöf frá Stjörnu­skoðun­ar­fé­lag­inu til krakk­anna en ekki til skól­anna. 

„Það er hvatn­ing frá skóla- og frí­stunda­sviði í Reykja­vík um að krakk­arn­ir skili gler­aug­un­um til skól­anna. En ég ætla að taka mér það bessa­leyfi að óska eft­ir því við skóla­stjór­ana að þeir taki þá ákvörðun sjálf­ir að gefa krökk­un­um gler­aug­un,“sagði Sæv­ar í sam­tali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert