Kjúklingabændur hafa óskað eftir tíma til aðlögunar að nýrri aðbúnaðarreglugerð stjórnvalda.
Þar eru gerðar ríkari kröfur en Evrópusambandið gerir til sinnar framleiðslu. Telja þeir að þetta skekki samkeppnisstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innflutningi.
„Okkur þykir reglugerðin [um aðbúnað alifugla] góð. Þar er ýmislegt uppfært miðað við kröfur um velferð dýra í dag,“ segir Matthías H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs og fulltrúi í stjórn Félags kjúklingabænda, í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.