Árni Páll áfram formaður

Þau Sigríður Ingibjörg og Árni Páll takast í hendur á …
Þau Sigríður Ingibjörg og Árni Páll takast í hendur á landsfundinum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Árni Páll Árna­son sigraði Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur í for­manns­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi flokks­ins. Árni Páll hlaut 49,49 at­kvæða eða 241 at­kvæði en Sig­ríður Ingi­björg 49,28% og 240 at­kvæði. Árni verður því áfram formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Anna Pála Sverr­is­dótt­ir hlaut eitt at­kvæði.

Sig­ríður Ingi­björg til­kynnti for­manns­fram­boð sitt seinni part­inn í gær. Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur því ekki verð löng. Árni hef­ur gegnt for­mennsku frá lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar 2013 og setið á þingi frá ár­inu 2007. Sig­ríður Ingi­björg tók sæti á þingi tveim­ur árum síðar.

Sig­ríður Ingi­björg nefndi meðal ann­ars slappt fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem ástæðu til þess að skipta um formann en Árni hef­ur sagt flokk­inn á góðri sigl­ingu frá kosn­ing­um. Það taki hins veg­ar tíma að end­ur­heimta glatað traust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert