Nýja slökkvistöðin vígð

Ný og glæsileg slökkvistöð í Mosfellsbæ var formlega vígð í dag. Slökkvistöðin, sem er á horni Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, var tekin í notkun fyrir skömmu og gegnir stóru hlutverki í almannavörnum sveitarfélaganna. Stöðin er vel staðsett m.t.t. útkalla og kemur jafnframt til með að þjóna framtíðaruppbyggingu á svæðinu.

Bygging slökkvistöðvarinnar er sameiginlegt verkefni þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS). Hún kemur til með að stytta verulega viðbragðstíma slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í austurhluta svæðisins og gera sveitarfélögunum þannig kleift að veita betri grunnþjónustu.

Myndir frá vígslunni má sjá hér að ofan en myndskeið frá opnun stöðvarinnar má sjá hér.

 Á morgun verður svo opið hús í slökkvistöðinni við Skarhólabraut á milli kl. 13 og 15. Þá gefst almenningi tækifæri til að ganga um slökkvistöðina og skoða tæki og búnað liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert