Nýja slökkvistöðin vígð

Ný og glæsi­leg slökkvistöð í Mos­fells­bæ var form­lega vígð í dag. Slökkvistöðin, sem er á horni Skar­hóla­braut­ar og Vest­ur­lands­veg­ar, var tek­in í notk­un fyr­ir skömmu og gegn­ir stóru hlut­verki í al­manna­vörn­um sveit­ar­fé­lag­anna. Stöðin er vel staðsett m.t.t. út­kalla og kem­ur jafn­framt til með að þjóna framtíðar­upp­bygg­ingu á svæðinu.

Bygg­ing slökkvistöðvar­inn­ar er sam­eig­in­legt verk­efni þeirra sveit­ar­fé­laga sem standa að Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins bs. (SHS). Hún kem­ur til með að stytta veru­lega viðbragðstíma slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna í aust­ur­hluta svæðis­ins og gera sveit­ar­fé­lög­un­um þannig kleift að veita betri grunnþjón­ustu.

Mynd­ir frá vígslunni má sjá hér að ofan en mynd­skeið frá opn­un stöðvar­inn­ar má sjá hér.

 Á morg­un verður svo opið hús í slökkvistöðinni við Skar­hóla­braut á milli kl. 13 og 15. Þá gefst al­menn­ingi tæki­færi til að ganga um slökkvistöðina og skoða tæki og búnað liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert