„Við þurfum ekkert að óttast“

Sigríður Ingibjörg kemur til fundarins á Hótel Sögu í dag.
Sigríður Ingibjörg kemur til fundarins á Hótel Sögu í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sam­fylk­ing­in er ekki að ná eyr­um kjós­enda og þarf að taka áhersl­ur og mál­flutn­ing flokks­ins til end­ur­skoðunar. Þetta kom fram í fram­boðsræðu þing­kon­unn­ar Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar Inga­dótt­ir á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag. Sig­ríður er í fram­boði til for­manns flokks­ins. 

„Eins og all­ir vita hef­ur Sam­fylk­ing­in ekki náð sér á strik eft­ir síðustu Alþing­is­kosn­ing­ar. En við höf­um fylgi að sækja eins og góð kosn­ing flokks­ins í Reykja­vík og víðar í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í fyrra sýn­ir. Árang­ur flokks­ins á landsvísu er því ekki í sam­ræmi við raun­hæf­ar vænt­ing­ar,“ sagði Sig­ríður.

Fyrsta skrefið að viður­kenna vand­ann

Sagði hún jafn­framt að fyrsta skrefið til að ná betri ár­angri er að viður­kenna vand­ann. „Við erum ekki að ná eyr­um kjós­enda, þrátt fyr­ir að við völd sé óvin­sæl og ósvíf­in hægri­stjórn. Áhersl­ur flokks­ins og mál­flutn­ing þarf því að taka til end­ur­skoðunar. Sam­fylk­ing­in á ekki að vera flokk­ur verðtrygg­ing­ar og banka í hug­um fólks, eða staðnaður kerf­is­flokk­ur sem skil­ur ekki áhyggj­ur venju­legs fólks. Við vit­um að við erum ekki slík­ur flokk­ur en við verðum að tryggja að al­menn­ing­ur viti það líka.“

Sagðist hún ætla að hafa for­ystu um end­ur­skoðun á áhersl­um og mál­flutn­ingi flokks­ins verði hún kjör­in formaður. Mun hún þá kalla til flokks­menn með fjöl­breytt­an bak­grunn og reynslu. Lagði hún áherslu á að flokk­ur­inn þyrfti að ganga hreint til verks með opn­um huga og með réttu hjarta­lagi.

„Sam­fylk­ing­in verður að kunna að hlusta á fólk, tala við fólk, taka gagn­rýni og breyta því sem þarf að breyta. Við vit­um ekki allt best og eig­um ekki að þykj­ast vita allt best. Nú­tíma­leg­ur jafnaðarmanna­flokk­ur þarf að vera op­inn fyr­ir nýj­um sjón­ar­miðum og breyt­ing­um. Við þurf­um ekk­ert að ótt­ast,“ sagði þing­kon­an. 

„Við þurf­um að opna faðminn og bjóða vel­komið fólk sem yf­ir­gaf okk­ur eða get­ur ekki stutt okk­ur vegna von­brigða með af­drif stjórn­ar­skrár­inn­ar, óbreytts kvóta­kerf­is og skulda­mála heim­il­anna. Við þenn­an fjöl­breytta hóp þarf að hefja sam­tal og byggja upp traust.“

„Sam­einuð náum við ár­angri“

Að sögn Sig­ríðar var Sam­fylk­ing­in stofnuð til að sam­eina fólk um ákveðin grunn­gildi. „Sam­einuð náum við ár­angri, sundruð fær­um við hægri­stjórn og öfga­fólki völd­in í land­inu. Stjórn­ar­skrá­in verður ekki end­ur­skoðuð nema und­ir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Það sama gild­ir um kvóta­kerfið og öfl­ug­an leigu­markað. Þessu þarf Sam­fylk­ing­in að halda á lofti, ekki af hroka og yf­ir­læti, held­ur til að bjóða fólk vel­komið til að berj­ast fyr­ir sam­eig­in­leg­um hug­sjón­um og gild­is­mati,“ sagði Sig­ríður.

„Það var Sam­fylk­ing­in sem varð við ákalli þjóðar­inn­ar um nýja stjórn­ar­skrá og lagði áherslu á að það ferli væri opið og lýðræðis­legt. Sam­fylk­ing­in verður að halda stjórn­ar­skránni á lofti og tala skýrt fyr­ir nauðsyn breyt­inga. Það hef­ur flokk­ur­inn ekki gert með nægi­lega skýr­um hætti frá síðustu kosn­ing­um. Á því mun sann­ar­lega verða breyt­ing verði ég kjör­inn formaður flokks­ins.“

Vax­andi ójöfnuður hér á landi

Lagði hún áherslu á mik­il­vægi þess að Sam­fylk­ing­in skerpi áhersl­urn­ar og leggi aukna áherslu á mann­sæm­andi laun og íbúðir fyr­ir fólkið í land­inu, mann­rétt­indi, rétt­læti og önn­ur bar­áttu­mál jafnaðarmanna.

„Ójöfnuður fer vax­andi hér á landi sem ann­arstaðar. Mjög efnað fólk eign­ast sí­fellt meira og not­ar fjár­hags­lega yf­ir­burði sína til að grafa und­an sam­fé­lag­inu sem við eig­um öll sam­an. Stærsta áskor­un sam­tím­ans er að stöðva þessa óheillaþróun og tryggja öll­um mann­sæm­andi kjör.  Það verður aðeins gert með sterkri verka­lýðshreyf­ingu og öfl­ug­um stjórn­mála­flokki sem berst fyr­ir jöfnuði. Sam­fylk­ing­in er og á ætíð að vera slík­ur flokk­ur. Við þurf­um öfl­uga Sam­fylk­ingu sem stend­ur með því sem við eig­um öll sam­eig­in­legt. Við þurf­um að verja börn­in okk­ar, mömm­ur okk­ar og pabba, fólk sem er öðru­vísi, unga fólkið sem flyt­ur að heim­an og fólkið sem nær ekki end­um sam­an af því kaupið er of lágt og vext­irn­ir of háir,“ sagði Sig­ríður. 

Sagði hún einnig að hug­sjón­ir Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eigi sér hljóm­grunn hjá þjóðinni. „Okk­ar verk­efni er að tryggja að þjóðin trúi því að Sam­fylk­ing­in fylgi hug­sjón­um sín­um, en hafi ekki orðið að stein­runn­um ker­fiskalli án hug­sjóna og er­ind­is.“

Þau Sigríður Ingibjörg og Árni Páll takast í hendur á …
Þau Sig­ríður Ingi­björg og Árni Páll tak­ast í hend­ur á fund­in­um í dag. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka