Framboðið var misráðið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mbl.is/Rósa Braga

„Hvernig svo sem fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar er til­komið var það mis­ráðið því það gat aldrei farið öðru vísi en illa eða annað tveggja - skilað löskuðum for­manni eða for­manni með mjög óljóst umboð,“ skrif­ar Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Face­book.

Ingi­björg Sól­rún seg­ist vera hugsi yfir stöðunni í Sam­fylk­ing­unni eins og hún birt­ist henni í umræðunni á ís­lensku sam­fé­lags­miðlun­um.

„Ég þekki vel bæði Árna Pál og Sig­ríði Ingi­björgu og hef átt með þeim langa sam­leið í stjórn­mál­um. Þau eru ekki klækja­stjórn­mála­menn og þess vegna renn­ur mér til rifja að sjá þau í aðal­hlut­verk­um í þeim darraðardansi sem fram fór um helg­ina á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Það er ekk­ert at­huga­vert við það að bjóða sig fram gegn sitj­andi for­manni en Sam­fylk­ing­in hef­ur mótað sér ákveðnar regl­ur um hvernig for­manns­kjör eigi að fara fram og það er mjög mik­il­vægt að þær regl­ur séu virt­ar en ekki reynt að nýta glufu í reglu­verk­inu til að steypa sitj­andi for­manni.

Formaður verður að hafa skýrt umboð frá flokkn­um. Árni fékk þetta umboð þegar 3,474 flokks­menn greiddu hon­um at­kvæði sitt í alls­herj­ar­at­kvæðagreiðslu inn­an flokks­ins í árs­byrj­un 2013. Í for­manns­kjör­inu á lands­fund­in­um í gær tóku þátt 487 flokks­menn og Árni Páll vann sig­ur með eins at­kvæðis mun. Setj­um sem svo að þetta hefði farið á hinn veg­inn og Sig­ríður Ingi­björg hefði verið kos­in formaður með 241 at­kvæði. Í hvaða stöðu hefði það sett hana sem formann? Í hvaða stöðu hefði hún verið gagn­vart öll­um þeim flokks­mönn­um sem kusu Árna Pál í lýðræðis­legri kosn­ingu fyr­ir rúm­um tveim­ur árum?

Hvernig svo sem fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar er til­komið var það mis­ráðið því það gat aldrei farið öðru vísi en illa eða annað tveggja - skilað löskuðum for­manni eða for­manni með mjög óljóst umboð.

Ýmsir fé­lag­ar mín­ir í Sam­fylk­ing­unni hafa fært fram þau rök að form­lega hafi ekki verið neitt rangt við for­manns­fram­boð á síðustu stundu. Regl­ur banni það ekki. Það er í sjálfu sér rétt en mér finnst það mjög miður ef það er orðin viðtek­in skoðun í Sam­fylk­ing­unni að lýðræðið sé fyrst og fremst form en ekki ferli sem bygg­ist á umræðu. Með því að stytta sér leið með þess­um hætti á lands­fundi var verið að hafa þá umræðu af flokks­mönn­um, sem þeir eiga lýðræðis­leg­an rétt á sam­kvæmt regl­um flokks­ins.

Að lok­um legg ég til að flokks­menn blaði í heft­inu „Mín eig­in orð“ sem kom út 31. des­em­ber s.l. Þar eru nokkr­ar grein­ar um lýðræði.“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason
Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir og Árni Páll Árna­son mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert