Sannar annars „drottnunargirni“ ESB

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Mái ESB ekki Ísland af skrá sinni um um­sókn­ar­ríki sann­ar tregðan til þess aðeins drottn­un­ar­girni valda­manna ESB í Brus­sel og svik þeirra við fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um að það sé á valdi ís­lenskra stjórn­valda að ákveða stöðu lýðveld­is­ins Íslands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu – annaðhvort eru ríki um­sókn­ar­ríki eða ekki, Ísland er það ekki.“

Þetta seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, á vefsíðu sinni. Vís­ar hann þar til bréfs rík­is­stjórn­ar­inn­ar til Evr­ópu­sam­bands­ins á dög­un­um þar sem farið var fram á að Ísland yrði tekið af lista sam­bands­ins yfir um­sókn­ar­ríki. Ekki hef­ur verið orðið við því enn og hafa tals­menn fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins lýst því yfir að þeir telji bréfið ekki nægj­an­lega skýrt. Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur hins veg­ar sagt ekk­ert óljóst í þess­um efn­um og að hann geri ekki ráð fyr­ir öðru en sam­bandið virði ósk stjórn­valda.

Björn seg­ir ljóst að bréf rík­is­stjórn­ar­inn­ar breyti ekki þings­álykt­un Alþing­is frá 2009 um að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. „Hún er hins veg­ar barns síns tíma eins og þings­álykt­an­ir um póli­tísk efni. Umræður um bréf ráðherr­an leiða hins veg­ar í ljós hve illa var að öll­um und­ir­bún­ingi staðið við gerð álykt­un­ar­inn­ar, hve vill­andi upp­lýs­ing­ar voru gefn­ar um eðli viðræðnanna við ESB og hve fljótt kom í ljós að hags­mun­ir Íslands og ESB í sjáv­ar­út­vegs­mál­um eru al­gjör­lega gagn­stæðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka