Segir úrslitin áfall fyrir formanninn

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins í gærkvöldi.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ákveðið áfall fyrir Árna Pál sem formann að vinna þetta svona gríðarlega naumlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófssor í stjórnmálafræði, um nauman sigur Árna Páls Árnasonar í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær.

Árni Páll bar þar sigur úr býtum í baráttunni við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur með 241 atkvæði gegn 240 atkvæðum.

Huga að öðruvísi áherslum

„Hann er þó ennþá formaður og maður myndi halda að hann túlkaði þetta sem skilaboð um það að hann þyrfti að huga að fleiri og öðruvísi áherslum og horfa til þess að það er ekki full ánægja með forustuna innan flokksins,“ segir hann.

Minna en sólarhringur leið frá því Sigríður Ingibjörg bauð sig fram og þar til gengið var til kosninga en Grétar Þór segir þó að svo virðist sem framboðið hafi haft nokkurn aðraganda.

„Það virtist liggja í orðunum að það hefði verið búið að undirbúa þetta að einhverju leyti þó að hún hafi kannski ekki verið þar að baki. Það virðist sem hún hafi í raun átt tilbúinn hljómgrunn þegar hún loksins gaf kost á sér,“ segir Grétar.

„Ég á nú ekki von á því að flokkurinn klofni en það er greinilegt að það er áherslumunur innan hans“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert