Alvarleg staða blasir við

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það er alvarleg staða sem við blasir á vinnumarkaði og stefnir í átök að óbreyttu.“ Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, segir brýnt að finna farsæla lausn en Samtök atvinnulífsins hafa aldrei staðið frammi fyrir jafn háum launakröfum og nú. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins.

„Fyrir þriggja ára samning krefst SGS 50-70% launahækkana fyrir alla félagsmenn sína og að hæstu laun hækki hlutfallslega mest. Önnur verkalýðsfélög krefjast 20-45% launahækkana fyrir aðeins árssamning,“ segir á vef Samtaka atvinnulífsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert