Orkuverð lægst hér

Dagur vatnsins er í dag.
Dagur vatnsins er í dag. AFP

Samanburður á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda  leiðir í ljós að útgjöld þriggja manna fjölskyldu miðað við algenga notkun hér á landi eru lægst í Reykjavík. Næst koma Stokkhólmur og Ósló með liðlega tvöfaldan kostnað. Minni munur er á gjaldi fyrir neysluvatn, segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins að forgöngu Sameinuðu þjóðanna. Sjónum er beint að mikilvægi vatns og kjörorðin í ár eru „Vatn er heilsa.“ 

Hvað kostar vatnið?

Orkuveitan ber reglulega saman veitu- og orkukostnað heimila og var nýjasti samanburður gerður í janúar, eftir að breytingar voru gerðar hér á landi á virðisaukaskatti á orku. Hann hækkaði á heitt vatn en lækkaði á rafmagn.

Á myndum sem fylgja fréttinni má sjá kostnaði heimila við kalda vatnið. Miðað er við 240 rúmmetra notkun á ári. Í Reykjavík er vatnið raunar selt ómælt til heimila en gjaldið miðað við flatarmál húsnæðis. Hér er miðað við 100 fermetra íbúð, segir í tilkynningu.

Í dag er dagur vatnsins
Í dag er dagur vatnsins AFP
Hér sést samanburður á mánaðarlegum kostnaði heimila þegar fráveita, hiti …
Hér sést samanburður á mánaðarlegum kostnaði heimila þegar fráveita, hiti og rafmagn eru komin inn í myndina. OR
Hvað kostar vatnið á mánuði?
Hvað kostar vatnið á mánuði? OR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka