Segist ekki hafa vitað af framboðinu

Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir fullyrðingar um að sjá megi fingraför hennar á formannsframboði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur vera sögufölsun og samsæriskenningar. 

Á Facebook-síðu sinni deilir hún stöðuuppfærslu eiginkonu sinnar, Jónínu Leósdóttur, þar sem Jónína segist hafa séð frétt um framboð Sigríðar klukkan 18.55 á miðvikudag, og látið Jóhönnu vita í kjölfarið. Jóhanna hafi orðið steinhissa þegar hún frétti af því. 

Nokkrir viðmælendur Morgunblaðsins í gær sögðu við blaðamann að framboðið hefði ekki komið á óvart og ekki held­ur hin síðbúna tíma­setn­ing á því að til­kynna fram­boðið. Segja þeir aug­ljós fingra­för Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, fyrr­ver­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, vera á fram­boði Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert