Dagur flytur í Árbæ

Ljósmynd/ Baldur Kristjánsson

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hef­ur flutt skrif­stofu sína tíma­bundið í Árbæ­inn. Skrif­stofa borg­ar­stjóra verður í Árseli í hjarta hverf­is­ins út þessa viku. Í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg seg­ir að borg­ar­stjóri muni funda með starfs­fólki stofn­ana Reykja­vík­ur­borg­ar í Árbæ og heim­sækja fyr­ir­tæki í hverf­inu. Hyggst borg­ar­stjór­inn meðal ann­ars koma við í Árbæj­ar­laug og eiga fund með sínu gamla íþrótta­fé­lagi Fylki. 

Á morg­un þriðju­dag hef­ur verið boðað til op­ins hverfa­fund­ar með íbú­um í Árbæ. Fund­ur­inn verður í Árbæj­ar­skóla þriðju­dag­inn 24. mars kl. 20.00. Til umræðu á fund­in­um verður allt sem teng­ist hverf­inu, fram­kvæmd­ir, þjón­ustukann­an­ir og hverf­is­skipu­lag sem er ný skipu­lags­áætl­un fyr­ir öll hverfi Reykja­vík­ur. Hverf­is­skipu­lag­inu er ætlað að auðvelda skipu­lag, áætlana­gerð og hvetja fólk til að hafa auk­in áhrif á hverfið sitt.

Er þetta fyrsti hverfa­fund­ur­inn sem borg­ar­stjóri held­ur en hann verður með opna fundi í öll­um hverf­um borg­ar­inn­ar á næstu miss­er­um. Borg­ar­ráð mun síðan funda í Árbæ á fimmtu­dag í til­efni af heim­sókn borg­ar­stjóra í hverfið.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert