Ráðinn verkefnisstjóri hálendisverkefnis

Steinar Kaldal.
Steinar Kaldal. mbl.is

Steinar Kaldal hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hálendisverkefnis Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands úr hópi 55 umsækjenda og hóf störf í byrjun mars.

Steinar er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í umhverfisstjórnun- og stefnumótun frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Steinar starfaði lengst sem sérfræðingur hjá Útlendingastofnun, en hefur einnig unnið í margs konar félagsþjónustu. Steinar er útivistar- og göngumaður og þekkir vel til hálendis Íslands.

Markmið hálendisverkefnis Náttúruverndarsamtaka Íslands og Landverndar er varanleg verndun miðhálendis Íslands. Undirbúningur hófst í kjölfar og fyrir tilstilli tónleikanna Gætum garðsins sem haldnir voru fyrir ári. Verkefnið er styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og af tekjum frá tónleikunum.

Verksvið Steinars felst í þekkingaröflun um verðmæti hálendisins og miðlun hennar, skipulagningu viðburða og að stýra mótun stefnu fyrir vernd hálendisins sem einnar heildar, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert