„Herra forseti, ég skil ekkert“

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingar. mbl.is/Ómar

„Herra for­seti, ég skil ekk­ert, í svona dag­skrár­gerð,“ sagði Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Alþingi í dag. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dag­skrá?“

Þings­álykt­un­ar­til­laga stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna, um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild­ar­viðræður við ESB, var til umræðu og mót­mæltu þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar því ákaft að hún skyldi ekki vera tek­in til dag­skrár.

Val­gerður Bjarna­dótt­ir þingmaður Sam­fylk­ing­ar var ein þeirra sem mót­mæltu dag­skrá Alþing­is. „Að mál sem stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir bera all­ir upp sam­an, að það kom­ist ekki á dag­skrá. Mig rek­ur ekki minni til að stjórn­ar­andstaðan hafi áður þurft að sæta slíkri fram­komu.“

„Það er fá­heyrt að mál sem fjór­ir for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokka leggja til umræðu sé ekki rætt um leið og það kem­ur fram,“ sagði Össur Skarp­héðins­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar.

„Ég tel að það sé óá­sætt­an­legt að for­seti Alþing­is færi ekki mál­efna­leg rök fyr­ir því að þings­álykt­un­ar­til­lag­an sé ekki tek­in til dag­skrár,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir þingmaður Vinstri grænna.

„Ég bið bara að heilsa“

„Ég bið bara að heilsa, þegar viðkom­andi hátt­virt­ur þingmaður hef­ur svarað sím­an­um sín­um,“ sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks er hann steig upp í pontu, en á sama tíma glumdi um þingsal hring­ing úr síma þing­manns. Guðlaug­ur hvatti til þess að málið yrði rætt í þaula eft­ir páska­leyfi þings­ins.

„Það er nú eng­inn urmull af mik­il­væg­um mál­um að koma frá rík­is­stjórn­inni. Stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir krefjast þess að þetta mál sé tekið til dag­skrár núna og stjórn­ar­flokk­arn­ir báðir lofuðu þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir kosn­ing­ar. Af hverju tök­um við þetta þá ekki til dag­skrár?“ spurði Guðmund­ur Stein­gríms­son formaður Bjartr­ar framtíðar.

„Það er neyðarástand í þjóðfé­lag­inu og sam­fé­lagið er klofið. Kosn­ingalof­orð voru brot­in,“ sagði Hall­dóra Mo­gensen þingmaður Pírata. „Ég skil ekki fyr­ir hvern hæst­virt­ur for­seti vinn­ur.“

For­seti Alþing­is tók þá til máls og sagðist hafa sýnt það í verki að hon­um þætti málið virki­lega brýnt og af þeim sök­um hafi hann sett það á dag­skrá strax að loknu páska­leyfi þing­manna.

Guðlaugur Þór Þórðar­son.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert