„Okkur varð öllum illa við“

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn

Lagafrumvarp Vilhjálms Árnasonar, sem heimila myndi áfengissölu í verslunum, var til umræðu á þinginu í dag og var tilefnið ný umsögn Læknafélags Íslands um frumvarpið.

„Ég held að okkur hafi öllum orðið illa við sendinguna frá Læknafélaginu. Við hljótum öll að hlusta þegar það félag ljær máls á lýðheilsu okkar,“ sagði Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingar.

„Eng­in skyn­sam­leg rök mæla með því að breyta nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi áfeng­is­sölu, þ.e. í sér­versl­un­um. Eign­ar­hald þeirra sér­versl­ana er sér­stakt skoðun­ar­efni og þó því yrði breytt þarf ekki jafn­hliða að færa sölu áfeng­is í mat­vöru­versl­an­ir,“ seg­ir meðal annars í um­sögn Lækna­fé­lagsins.

„Mjög veigamiklar ástæður eru til þess að nefndin gaumgæfi málið betur í kjölfar umsagnar Læknafélagsins,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks. „Sem nefndarmaður í Allsherjar- og menntamálanefnd þá styð ég það að umrætt frumvarp sé tekið inn í nefndina að nýju,“ sagði Elsa Lára Árnadóttir samflokksmaður Þorsteins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert