Flugfélagið Icelandair leggst gegn þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar, sem nú er til meðferðar á Alþingi.
Telur fyrirtækið að breytingin muni koma til með að hafa slæm áhrif á starfsumhverfi fyrirtækisins og er fullyrðingum um að seinkunin muni ekki hafa áhrif á viðskipti mótmælt.
Í umsögn fyrirtækisins um tillöguna segir að seinkunin muni bæði hafa áhrif á samninga sem fyrirtækið hefur gert um tiltekna afgreiðslutíma ásamt því sem allir kjarasamningar félagsins miðist við brottfarartíma á tilteknu tímabili á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.