Yfir 60% styðja þjóðgarð á miðhálendinu

www.mbl.is

Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er 61,4% samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands. Stuðningurinn hefur aukist um 5 prósentustig frá sambærilegri könnun í október 2011. Þá hefur þeim fækkað sem eru andvígir stofnun þjóðgarðs en þeir eru 12,4% aðspurðra, segir í tilkynningu.

„Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á meðal stuðningsmanna allra stjórnamálaflokka eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi stofnun þjóðgarðs en andvíg. 51% af þeim er styðja ríkisstjórnina styðja stofnun þjóðgarðs en einungis 19% eru andvíg. Stuðningur þeirra sem ekki styðja ríkisstjórnina er 72% og 9% eru andvíg þjóðgarði.

Niðurstaða þessarar könnunar er mikið fagnaðarefni fyrir baráttuna fyrir vernd hálendis Íslands og greinilegt að hún nýtur síaukins stuðnings meðal þjóðarinnar. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands vinna nú að sameiginlegu verkefni um varanlega vernd hálendisins,“ segir tilkynningu.

Stærð úrtaks var 1418 manns og þátttökuhlutfall 61,8%.

Hálendið
Hálendið Malín Brand
Kerlingafjöll
Kerlingafjöll Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert