Fuglarnir smám saman fyrr á ferðinni

Lóan og ýmsar aðrar fuglategundir hafa smá saman komið fyrr …
Lóan og ýmsar aðrar fuglategundir hafa smá saman komið fyrr til landsins eftir veturinn síðustu ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lóan og ýms­ar aðrar fugla­teg­und­ir hafa smám sam­an komið fyrr til lands­ins eft­ir vet­ur­inn síðustu ár. Í ár sást fyrsta lóan í Breiðdal 18. mars en meðal­komu­tími heiðló­unn­ar er 23. mars þegar litið er til ár­anna 1998 – 2014. Hún sló þó ekki fyrra met sem sett var 12. mars árið 2012.  

Frétt mbl.is: Lóan er kom­in

Þó fyrsta lóan hafi sést í síðustu viku koma flest­ar þeirra ekki fyrr en í næsta mánuði. Lóan hef­ur vet­ur­setu á Bret­lands­eyj­um og er alfriðuð á Íslandi. Á Íslandi segja marg­ir að heiðlóan sé merki þess að vor og sum­ar sé á næsta leyti og hef­ur lóan verið kölluð vor­boðinn ljúfi.

Ævar Peder­sen fugla­fræðing­ur seg­ir að vissu­lega komi fyr­ir að ein og ein lóa hafi vet­ur­setu hér á landi og því geti stund­um verið erfitt að segja hvort fyrsta lóan sé ný­kom­in hingað til lands eða hafi dvalið hér yfir vet­ur­inn.

Flest­ir far­fugl­arn­ir koma til lands­ins í apríl og maí. Síla­máf­ur­inn kem­ur að jafnaði fyrst­ur alla leið frá Mar­okkó í janú­ar og fe­brú­ar. Tjald­ar, lóur og grá­gæs­ir hafa komið í mars og lét fyrsti hrossa­gauk­ur­inn einnig sjá sig í þess­um mánuði í ár.

Ævar seg­ir að vet­ur­inn, sem hef­ur verið held­ur harður að þessu sinni, gæti hugs­an­lega seiknað varpi varp­fugla.

Hrossagaukurinn kom til landsins í þessum mánuði.
Hrossa­gauk­ur­inn kom til lands­ins í þess­um mánuði. Brynj­ar Gauti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert