Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár

mbl.is/Brynjar Gauti

Kosn­ing­ar­ald­ur­inn verður færður niður í 16 ár nái frum­varp fjög­urra þing­manna Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fram að ganga. Mark­mið frum­varps­ins er að styðja við lýðræðis­lega þátt­töku ungs fólks bæði í kosn­ing­um sem og stjórn­mála­starfi. Um er að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á stjórn­skip­un­ar­lög­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá VG og Sam­fylk­ing­unni, en þau Katrín Jak­obs­dótt­ir formaður VG, Árni Páll Árna­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ásamt þing­mönn­un­um, Kristjáni L. Möller og Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur lögðu frum­varpið fram fyr­ir Alþingi í lok þing­fund­ar í gær.

Fram kem­ur, að Sam­fylk­ing­in hafi samþykkt álykt­un um 16 ára kosn­inga­ald­ur á lands­fundi sín­um sem fram fór um síðustu helgi. Þing­menn Vinstri grænna hafa tvisvar áður flutt þing­mál efn­is­lega sam­hljóðanda þessu frum­varpi. Aust­ur­ríki hef­ur eitt Evr­ópu­ríkja stígið það skref til fulls að fær kosn­inga­ald­ur niður í 16 ár en all­nokk­ur ríki Suður- og Mið-Am­er­íku hafa einnig er gert það. Þá ber einnig að nefna að kosn­inga­ald­ur í þjóðat­kvæðagreiðslunni um sjálf­stæði Skot­lands á síðasta ári var miðaður við 16 ár og var kosn­ingaþátta í henni afar góð.

Í greina­gerð sem fylg­ir með frum­varps­inu seg­ir m.a.:„Með því að veita ungu fólki á aldr­in­um 16–18 ára kosn­inga­rétt fær það tæki­færi til að móta líf sitt og framtíð á sama hátt og aðrir borg­ar­ar og verður að fullu gjald­gengt í umræðu um stjórn­mál og sam­fé­lags­mál­efni.“

Frum­varpið og grein­ar­gerð þess má finna á vef Alþing­is á eft­ir­far­andi vef­slóð: http://​www.alt­hingi.is/​altext/​144/​s/​1118.html

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert