Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár

mbl.is/Brynjar Gauti

Kosningaraldurinn verður færður niður í 16 ár nái frumvarp fjögurra þingmanna Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fram að ganga. Markmið frumvarpsins er að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks bæði í kosningum sem og stjórnmálastarfi. Um er að ræða frumvarp til breytingar á stjórnskipunarlögum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG og Samfylkingunni, en þau Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar ásamt þingmönnunum, Kristjáni L. Möller og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lögðu frumvarpið fram fyrir Alþingi í lok þingfundar í gær.

Fram kemur, að Samfylkingin hafi samþykkt ályktun um 16 ára kosningaaldur á landsfundi sínum sem fram fór um síðustu helgi. Þingmenn Vinstri grænna hafa tvisvar áður flutt þingmál efnislega samhljóðanda þessu frumvarpi. Austurríki hefur eitt Evrópuríkja stígið það skref til fulls að fær kosningaaldur niður í 16 ár en allnokkur ríki Suður- og Mið-Ameríku hafa einnig er gert það. Þá ber einnig að nefna að kosningaaldur í þjóðatkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands á síðasta ári var miðaður við 16 ár og var kosningaþátta í henni afar góð.

Í greinagerð sem fylgir með frumvarpsinu segir m.a.:„Með því að veita ungu fólki á aldrinum 16–18 ára kosningarétt fær það tækifæri til að móta líf sitt og framtíð á sama hátt og aðrir borgarar og verður að fullu gjaldgengt í umræðu um stjórnmál og samfélagsmálefni.“

Frumvarpið og greinargerð þess má finna á vef Alþingis á eftirfarandi vefslóð: http://www.althingi.is/altext/144/s/1118.html

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert