Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé lokið er rannsóknum vísindamanna og öryggisgæslu lögreglu á svæðinu hvergi nærri lokið. Gert er ráð fyrir að tveir til þrír lögreglumenn standi sólarhringsvakt á svæðinu allt fram á haust. Nokkur fjöldi fólks er að jafnaði í Drekagili. Bæði eru þar starfsmenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar við vinnu á svæðinu við að setja upp gasmæla og önnur mælitæki. Að sögn Björns Oddssonar jarðeðlisfræðings og verkefnastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra miðast hættumat við að öryggisgæsla sé á svæðinu svo óhætt sé að hleypa almenningi inn á svæðið.
„Veðurstofan þarf að vakta svæðið vegna mögulegrar gasmengunar og gosóróa vegna jarðhræringa í og við Bárðarbungu. Þá þarf að vera til rýmingaráætlun fyrir svæðið og til þess að virkja áætlunina og láta fólk vita þarf mannskapur að vera á svæðinu,“ segir Björn.
Um samstarf lögreglunnar og Vatnajökulsþjóðgarðs er að ræða og eru landverðir líka á staðnum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra samhæfir aðgerðir.
Lögreglumennirnir sem standa vaktina eru úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra og að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri eru fleiri þættir en rýmingaráætlun sem kalla á slíkt eftirlit. Aukinn straumur ferðamanna með hækkandi sól er ein breytan sem höfð er með í jöfnunni.
ef frekari náttúrhamfarir verða.“ Þó liggur endanleg ákvörðun ekki fyrir um það þar sem eftir er að tryggja nauðsynlega fjárveitingu.
Vegna þessa verkefnis fékk lög-regluumdæmið fjárheimild fyrir tveimur lögreglumönnum s.l. ár og segir Daníel að vonandi verði hægt að halda þeim áfram til hausts. „Auðvitað koma inn í þetta sumarleyfi og annað en ef við höldum þessum tveimur þá eigum við að geta mannað þarna vaktir í sumar og á því teljum við fulla þörf því væntanlega verður ásókn í að skoða þetta nýja hraun.“