Árs fangelsi fyrir skattsvik

Skyndibitastaðurinn Metro.
Skyndibitastaðurinn Metro.

Eigandi skyndibitastaðarins Metró var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir. 

Hæstirétt­ur staðfesti í síðasta mánuði fimm mánaða skil­orðsbund­in dóm yfir Jóni Garðari Ögmunds­syni en hann stóð ekki skil á op­in­ber­um gjöld­um sem haldið var eft­ir af laun­um starfs­manna skyndi­bitastaðanna McDon­alds og Metró. Þá var hon­um gert að greiða 45 millj­ón­ir króna í sekt til rík­is­sjóðs.

Jón Garðar var ákærður fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem stjórnarmanni einkahlutafélagsins Lífs og heilsu (nú þrotabú) en auk hans var kona, sem var síðar framkvæmdastjóri Metrós ákærð  fyrir að  svikið undan skatti háar fjárhæðir. Konan var ákærð fyrir að hafa svikið undan  33.861.435 krónur og Jón Garðar 34.960.099 krónur.

Í niðurstöðu dómsins í gær kemur fram að þau eru á einu máli um að Jón Garðar  hafi eftir kaup á félaginu 2010 séð um allan rekstur félagsins og borið ábyrgð á honum. Þannig hafi hann borið ábyrgð á skattaskilum félagsins, skilum á skilagreinum og afdreginni staðgreiðslu. Konan hafi ekkert komið nærri rekstrinum en starfað sem starfsmannastjóri. Bókari hjá félaginu hefur að sínu leyti staðfest þetta, en hún kvaðst einungis hafa tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari og ekki litið á konuna, sem samt var titluð framkvæmdastjóri, sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur.

Metró maður dæmur í Hæstarétti

Hundruð milljóna þrot Metro

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert