Styrkir rannsókn á urriða og bleikju

Mögulegur fiskvegur.
Mögulegur fiskvegur. Ljósmynd/Landsvirkjun

Orku­rann­sókna­sjóður Lands­virkj­un­ar mun styrkja um­fangs­mikla rann­sókn á urriða- og bleikju­stofn­um á vatna­sviði Efra-Sogs, en um er að ræða verk­efni und­ir stjórn pró­fess­ors Sig­urðar S. Snorra­son­ar við líf­fræðiskor Há­skóla Íslands. Þetta kom fram í er­indi Sveins Kára Valdi­mars­son­ar, líf­fræðings hjá Lands­virkj­un, á mál­stofu Cont­in­ental Trout Conservati­on Fund (CTCF) í Há­skóla­bíói í dag, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu Lands­virkj­un­ar.

„Sveinn Kári seg­ir að ít­ar­legra rann­sókna sé þörf, áður en ákveðið verði hvort grafa eigi fyr­ir fisk­vegi fram­hjá Stein­gríms­stöð, milli Úlfljóts­vatns og Þing­valla­vatns. Stein­gríms­stöð var byggð á ár­un­um 1954-1959 af Sogs­virkj­un­um. Bygg­ing­in hafði áhrif á urriðann í Efra-Sogi og kem­ur í veg fyr­ir að fisk­ur eigi aft­ur­kvæmt úr Úlfljóts­vatni upp í Þing­valla­vatn. Hef­ur Össur Skarp­héðins­son, líf­fræðing­ur og þingmaður, talað fyr­ir því að opnað verði milli vatn­anna tveggja með fyrr­nefnd­um fisk­vegi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni.

Meg­in­mark­mið verk­efn­is­ins verður að fá skýra mynd af stofnerfðabreyti­leika og erfðatengsl­um stofna urriða og bleikju á vatna­sviði Efra-Sogs.

Lands­virkj­un hef­ur leit­ast við að halda vatns­hæð Þing­valla­vatns og rennsli sem stöðug­ustu frá ár­inu 1984, en þá dró mjög úr sveifl­um á vatns­borðinu frá því sem áður var, þegar Þing­valla­vatn var notað til að miðla vatni til Sogs­stöðva. Áður en þær komu til sög­unn­ar ein­kennd­ist vatns­borðið af nátt­úru­leg­um sveifl­um vegna úr­komu og leys­inga.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert