Lenti heilu og höldnu

TF-LIF, þyrla landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Rétt fyr­ir 16:30 í dag barst stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar til­kynn­ing frá Flug­stjórn­ar­miðstöðinni í Reykja­vík um að lít­il einka­flug­vél væri í vand­ræðum vegna élja­gangs og sam­bands­leys­is en síðast var vitað um vél­ina á flugi ná­lægt Borg­ar­nesi.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni hafði stjórn­stöðin sam­stund­is sam­band við TF-LIF, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem var að koma inn til lend­ing­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli eft­ir æf­inga­flug.  Áhöfn þyrlunn­ar áætlaði að taka eldsneyti í Reykja­vík og fara svo strax af stað til móts við flug­vél­ina en staðsetn­ing henn­ar var ekki ná­kvæm­lega þekkt.  Jafn­framt boðaði Land­helg­is­gæsl­an viðbragðsaðila vegna slíkra at­vika í sam­hæf­ing­ar­stöðina í Skóg­ar­hlíð. 

Um klukk­an 16:43 fékk stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar til­kynn­ingu frá Flug­stjórn­ar­miðstöðinni í Reykja­vík um að þeir hefðu náð sam­bandi við flug­vél­ina.  Stefndi hún þá á flug­völl­inn á Sauðár­krók og bjóst við að lenda kl. 16:55.  Flug­vél­in var svo til­kynnt lent á Sauðár­krók heilu og höldnu á áætluðum tíma.  Var þyrl­an þá aft­ur­kölluð sem og aðrir viðbragðsaðilar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert